Ferilskrá
Fæddur í Reykjavík, 9. janúar 1982.
Foreldrar bæði rithöfundar og fræðimenn:
Þórunn Elín Valdimarsdóttir og
Giftur skáldkonunni Yrsu Þöll Gylfadóttur og á með henni þrjú börn.
2008-2016
Doktorsgráða í almennri bókmenntafræði við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands. Ritgerðin bar nafnið Literal Animals: An exploration of animal worlds through language, culture and narrative og fjallar um raunsæislegar dýrasögur og birtingarmyndir dýra í samtímamenningu. Leiðbeinandi var Guðni Elísson. Doktorsnefnd skipaði Kari Weil og Robert Jones. Andmælendur voru Robert McKay og Susan McHugh. Doktorsvörn fór fram 25. ágúst 2016.
2005-2006
MA-próf í kvikmyndafræði (film studies) við Media and Culture deild Háskólans í Amsterdam (Universiteit van Amsterdam). Útskrifaðist með heiðri (cum laude). Lokaritgerð bar heitið Animal Horror: An investigation into animal rights, horror cinema and the double standards of violent human behaviour. Leiðbeinandi við Franca Jonquiere.
2002-2005
BA-próf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, með listfræði sem aukagrein. Útskrifaðist með fyrstu einkunn, 8,96. Lokaritgerð bar heitið Skuggamyndir í svart-hvítri veröld: Glæpamenning, rómantík og tálkvendið í Sin City eftir Frank Miller. Leiðbeinandi var Úlfhildur Dagsdóttir.
1998-2002
Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, nýmáladeild.
Skáldskapur
2024
Vatnið brennur. Hrollvekja. Vaka-Helgafell.
2023
Furðufjall III: Stjörnuljós. Þriðja bindið í ævintýraflokknum. Vaka-Helgafell
2022
Furðufjall II: Næturfrost. Annað bindið í ævintýraflokknum. Vaka-Helgafell.
2021
Furðufjall I: Nornaseiður. Fyrsta bindi í nýjum bókaflokki fyrir börn og unglinga. Vaka-Helgafell.
2020
Drauma-Dísa. Skáldsaga fyrir börn og unglinga. Vaka-Helgafell.
"Haugurinn", frumsamin smásaga fyrir Dag barnabókarinnar, 2. apríl 2020, á vegum IBBY á Íslandi.
2019
Sláturtíð. Skáldsaga. Vaka-Helgafell.
Fimbulvetur. Nóvella fyrir unglinga. Menntamálastofnun.
2017
Galdra-Dísa. Skáldsaga fyrir börn og unglinga. Vaka-Helgafell.
2016
Hetjurnar þrjár. Sjötta bók í seríunni Sestu og lestu! Stutt saga fyrir krakka, sem byggir á fantasíum, þjóðsögum og hlutverkaspilum. Námsgagnastofnun.
2015
Drauga-Dísa. Skáldsaga fyrir börn og unglinga. Vaka-Helgafell. Bókin hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabókmennta.
Vélmennið í grasinu. Fjórða bók í seríunni Sestu og lestu! Stutt saga fyrir krakka. Námsgagnastofnun.
2012
Steinskrípin – Hryllingsævintýri. Vaka-Helgafell. Sjálfstætt framhald Steindýranna.
2008
Steindýrin. Skáldsaga fyrir börn. Vaka-Helgafell. Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2008.
2005
Smásagan „Vetrarsaga“ kom út í sérhefti Mannlífs í júní. Sagan hlaut Gaddakylfuna, fyrstu verðlaun í hryllingssmásagnakeppni Hins íslenska glæpafélags.
2000
Einn sex rithöfunda sem fengu handrit að stuttmynd kvikmyndað í keppni á vegum Kvikmyndaskóla Íslands og RÚV í verkefninu RRX. Skilyrt var að umsækjendur hefðu aldrei unnið faglega að kvikmyndagerð áður og verðlaunin þau að fá að gera alvöru úr hugmyndum okkar. Auk þess að skrifa handritið fékk ég að leikstýra verkinu, sem var sjónvarpað hjá RÚV í janúar 2001 undir nafninu Glæponar Hringborðsins.
Fræðilegt efni
2022
„Life as a Lynx: a Digital Animal Story,“ grein um dýr í tölvuleikjum. Kom út í safnritinu Squirreling: Human-Animal Studies in the Northern-European Region. Ritstjórar Amelie Björck, Claudia Lindén, Ann-Sofie Lönngren. Stokkhólmur: Södertörn University.
2020
“Inngangur” að Dýralífi eftir J.M. Coetzee, í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins.
Ritið 1/2020: „Jarpur, Blakki, Skjóni, Stjarna og Hjálma. Sýnileg og ósýnileg dýr í íslenskum dýrasögum“.
2016
Tvær greinar í Ritinu:
1/2016 (Loftslagsbreytingar, frásagnir og hugmyndafræði): „Raunsæisdýr og náttúruvísindaskáldskapur: Dýrasagan í eftirmálum darwinismans“. Byggir á kafla úr doktorsritgerð minni.
2/2016 (Klám): „Dýrslegar nautnir: Nokkrar hugleiðingar um dýrahneigð og dýraklám“. Byggir á fyrirlestri úr námskeiði mínu um „Dýr í máli og myndum“ sem ég hef kennt þrisvar sinnum við Háskóla Íslands.
2010
Ritstýrði og sá um útgáfu á smáritinu Köttum til varnar sem kom út hjá JPV/Forlaginu til styrktar Kattholti. Ritið innihélt heimspekilegu hugleiðingarsmásöguna „Kettirnir í Chernobyl“ eftir sjálfan mig auk fimm styttri ritsmíða um ketti eftir ólíka höfunda.
2009
Kvikmyndafræðigreinin „Multimodal expressions of the HUMAN VICTIM IS ANIMAL metaphor in horror films“ kom út í safnritinu Multimodal Metaphor (Berlin/New York: Mouton de Gruyter), ristjórar Charles Forceville og Eduardo Urios-Aparisi. Greinin er skrifuð í samvinnu við Forceville og unnin að hluta upp úr M.A.-verkefni mínu við Háskólann í Amsterdam.
2005
„Skuggamyndir í svart-hvítri veröld: Sin City.“ Opnugrein í Lesbók Morgunblaðsins, 9. júlí. Byggð á B.A.-ritgerð minni.
„Óhefðbundin æsifræðimennska.“ Opnugrein í Lesbók Morgunblaðsins, 13. ágúst, 2005. Byggð á verkefni í námskeiðinu Menningartímarit við HÍ.
2023
Fyrirlestraröð og skólaheimsóknir á vegum Skálda í skólum, verkefnis Rithöfundasambandsins, haustið 2023, fyrir miðstig. Fyrirlesturinn bar heitið "Þarf alltaf að vera vondi kall?", unninn í samstarfi við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur barnabókahöfund.
Gestur hjá Mýrinni, alþjóðlegri barnabókahátíð í Reykjavík.
2019
Gestur á fyrstu ráðstefnu Ratatosks, samtaka norrænna fræðimanna um dýr og bókmenntir, sem haldin var við Södertörn-háskóla í Stokkhólmi 4. og 5. desember 2019. Erindið kallaðist „Mother Lynx and Asshole Goose: Animal Stories in a Digital Landscape.“
Fyrirlestur við bókmenntadeild Södertörn-háskóla í apríl um raunsæis-dýrasögur. Fyrirlesturinn bar titilinn ““But it was only an old raven”: Realism and rights in 19th century Nordic animal stories”.
2018
Fyrirlestur/málstofa við bókmenntadeild Uppsala-háskóla í september, um dýrasögur, raunsæisstefnu og síð-darwinisma. Fyrirlesturinn bar titilinn “Explorers of an unknown world: Realist animal fiction in a post-Darwinian landscape”.
2017
Stundakennari við Háskóla Íslands, þar sem ég kenndi 10 eininga námskeið um furðusögur sem bókmenntaform (ABF421G) og 10 eininga námskeið mitt í dýrafræðum (animal studies), sem byggir á sérhæfingu minni út frá doktorsnáminu, “Dýr á máli og myndum” (KVI404G). Bæði námskeið samin frá grunni af mér.
2017
Gestafyrirlesari í námskeiðinu “Compass” hjá MA-nemum á öðru ári í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í september, um kenningar tengdar skynjun annarra dýrategunda og framsetningu á dýrum í listum.
2017
Tók þátt í verkefninu Skáld í skólum á vegum Höfundamiðstöðvar RSÍ og heimsótti fjölda skóla um landið.
2016
Fyrirlestur á ráðstefnunni “Fellow Travellers” við Wesleyan-háskóla í Connecticut, Bandaríkjunum í september, um birtingarmyndir dýra í tölvuleikjum.
Erindi á Mýrinni, alþjóðlegri barnabókmenntahátíð í Reykjavík, um goðsöguleg minni í íslenskum barnabókum, sem hluti af málstofunni „Myths and Fantasy“, í október.
Gestafyrirlesari á Winter Word Festival í Strömstad, Svíþjóð, sem hluti af North Sea Writer’s Exchange vinnustofu um barnabækur.
Stundakennari við Háskóla Íslands, þar sem ég kenndi á haustönn 10 eininga námskeið um fantasíur í ritlist (RÚT702F/RIT708F) og 5 eininga námskeið um myndlist og kvikmyndir (KVI241L). Bæði námskeið samin frá grunni af mér.
Gestafyrirlesari og stundakennari í námskeiðinu „Samtal“ í janúar, þverfaglegu skyldunámskeiði (hraðnámskeiði) fyrir allar deildir í grunnnámi Listaháskóla Íslands, undir þemanu „Dýr“.
2013
Stundakennari við Háskóla Íslands, þar sem ég kenndi 10 eininga námskeið mitt í dýrafræðum (animal studies), sem byggir á doktorsnámi mínu („Dýr í máli og myndum“, ABF411G), samið frá grunni af mér.
2013
Gestafyrirlesari hjá Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í október fyrir MA-stigið, um dýr í listasögunni.
2013
Tók þátt í verkefninu Skáld í skólum á vegum Höfundamiðstöðvar RSÍ og heimsótti fjölda skóla um landið.
2013-2024
Regluleg leiðbeinsla við BA-ritgerðir hjá Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
2012
Erindi um dýrasögur sem siðfræðilegt skáldskaparform hjá Animals and Society Institute og Wesleyan Animal Studies við Wesleyan University í Connecticut, Bandaríkjunum, í júníbyrjun 2012.
2011
Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um „animal studies“ við University of San Francisco, Bandaríkjunum, um mánaðarmótin mars/apríl. Erindið bar titilinn „The Ethics of Animal Stories“ og var hluti af ráðstefnunni „Human-Animal“ hjá árlegu og alþjóðlegu þingi French and Francophone Studies.
2010
Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um sviðslistir við OCAD listaháskólann í Toronto, Kanada, þar sem ég ræddi um notkun dýra í myndlistargjörningum. Erindið bar titilinn „The Unavoidable Schizophrenia of Animal Advocacy“ og var hluti af umræðum um „The Private Lives of Animals and Advocates“ hjá Psi16 ráðstefnunni það árið.
2010
Stundakennari við Háskóla Íslands, þar sem ég kenndi eitt 5 eininga og annað 10 eininga námskeið um dýr og menningu, sem bæði byggðu á doktorsnámi mínu og voru samin frá grunni („Dýr í máli og myndum“, MFR202G, og „Rándýr og aðrar óvættir samtímans“, ABF116G).
2010-2024
Regluleg leiðbeinsla við BA-ritgerðir hjá Háskóla Íslands í kvikmyndafræði og almennri bókmenntafræði, auk samleiðbeinslu á MA-verkefnum í ritlist og hagnýtri menningarmiðlun og prófdæming á MA-verkefni í ritlist.
2023
Styrkur frá barnakvikmyndahátíðinni Cinekid til að þróa og vinna handrit upp úr skáldsögunni Drauga-Dísu.
Handritsstyrkur (1. hluti) frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að skrifa handrit upp úr skáldsögunni Drauga-Dísu.
2013-2024
Handhafi listamannalauna frá launasjóði rithöfunda:
til þriggja mánaða árin 2013-2015;
til sex mánaða árin 2016-2017 og 2019-2020;
til níu mánaða árin 2021-2024.
2017
Hlaut rannsóknarstyrk (nýdoktor) til tveggja ára frá RANNÍS fyrir verkefnið „Íslenskar dýrasögur – alþjóðleg rannsókn“, áframhaldandi rannsóknir út frá efni doktorsritgerðar.
2015
Hluti af hópi sem hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði fyrir verkefninu Sýndarveruleikhús fyrir börn.
Hlaut sex mánaða styrk frá Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna til vinnu við aðgengilega fræðibók um dýrasiðfræði á íslensku, tengt doktorsnámi mínu.
2012
Handhafi rannsóknarstyrks („2012 Summer Fellowship Program“) hjá Animals and Society Institute og Wesleyan University í Connecticut, Bandaríkjunum. Ég eyddi tveimur mánuðum við Wesleyan University í rannsóknar- og hópavinnu tengdri doktorsnámi mínu.
2008
Handhafi styrks frá Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands til þriggja ára til að vinna að doktorsverkefni mínu. Styrkveitingu lauk í janúar 2013.
Íslensku barnabókaverðlaunin 2008 fyrir Steindýrin.
2005
Gaddakylfan, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir smásöguna „Vetrarsaga“.
2021-2023
Ráðgjafi og textasmiður í hlutastarfi hjá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Parity, við vinnu að íslenska ævintýraleiknum Island of Winds, sem byggir að miklu leyti á íslenskum þjóðsagnaarfi.
2016-2021
Kvikmyndarýnir og pistlahöfundur hjá Lestinni á Rás 1.
2013-2016
Kvikmyndarýnir og pistlahöfundur hjá Víðsjá á Rás 1.
2015
Kvikmyndarýnir hjá vefritinu Hugrás.
2010-14
Reglulegur pistlahöfundur hjá menningartímaritinu Spássíunni.
2013
Reglulegur pistlahöfundur hjá tímaritinu Í boði náttúrunnar.
2005-9
Reglulegur pistlahöfundur hjá Lesbók Morgunblaðsins frá hausti 2005. Árin 2005-2007 skrifaði ég mánaðarlega menningarpistla („Upphrópun!“) en frá 2007-2009 skrifaði ég reglulega kvikmyndapistla.
2011/2024
Einstaka verkefni tengd Bíó Paradís, m.a. við mánuð tileinkaðan leikstjóranum Alejandro Jodorowski og „Uppvakningahátíð“ og kvikmyndatónleika á hrekkjavöku.
2007-2024
Umsjón með dagskrá við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) árið 2007 (fyrst og fremst umsjón með dagskrá og skrif fyrir sýningarskrá, en einnig umsjón með viðburðum og lifandi spjalli við leikstjóra á sýningum) og hlutastarf árin á eftir, með hléum (fyrst og fremst sem umsjónarmaður miðnæturdagskrár og sérstök kastljós á leikstjóra, en hef einnig séð um kvikmyndatónleika og almenna dagskrárgerð að hluta).
2008
Umsjón með dagskrá hjá Skjaldborg: hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.
2004-2024+
Píanóleikari með hljómsveitinni Malneirophrenia síðan 2004. Hún hefur m.a. haldið kvikmyndatónleika á vegum RIFF 2007, 2009, 2010 og 2015, spilað á Ítalíu, Finnlandi og Eistlandi, auk þess að halda reglulega tónleika á Íslandi í gegnum árin, m.a. á Eistnaflugi árið 2015, Norðanpaunki árið 2017 og Doomcember árið 2022. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2011, M, sem hlaut góða dóma gagnrýnenda. Haustið 2014 hélt Malneirophrenia sérstaka tónleika í Mengi til að fagna útgáfu á nýrri seríu af endurhljóðblöndunum frá íslenskum raftónlistarmönnum, undir nafninu M-Theory. Tvær plötur hafa þegar komið út og fleiri eru í vinnslu.