top of page
IMG_2177_edited.jpg
  • Bandcamp
  • SoundCloud
  • Spotify
  • Vimeo
  • YouTube
  • Facebook
  • Instagram

Malneirophrenia hét upphaflega Medectophobia og hélt sína fyrstu bílskúrsæfingu í nóvember 1999. Sveitin spilaði á tvennum tónleikum, tók upp nokkur lög og gerði eitt tónlistarmyndband, áður en hún lagði upp laupana um það leyti sem hljómsveitarmeðlimir kláruðu menntaskóla.

 

Medectophobia var öllu stærri hljómsveit, með rafmagnsgíturum og trommum og hefðbundnari hljóðfæraskipan, fastlega rótuð í metal og rokki, eins og heyra má á gömlum upptökum.

​

Árið 2001 tók sveitin upp "Tónlist úr ímyndaðri hryllingsmynd" og gerði við það stuttmyndina sem sjá má hér til hliðar.

Malneirophrenia reis úr öskum Medectophobiu og þrír meðlimir héldu áfram að spila saman: Gunnar Theodór á píanó, Hallur Örn á rafbassa og Hallgrímur Jónas á selló. Gömlu lögin voru endurútsett í samræmi við nýja hljóðfæraskipan og hljómsveitin umbreyttist í nýklassískt tríó með þungamálsmáhrifum.

 

Síðan þá hefur Malneirophrenia leikið kammerpönk.

​

Samkvæmt sálfræðibókum lýsir hljómsveitarnafnið þeirri óþægindatilfinningu sem fylgir millibilsástandinu á mörkum martraðar og veruleika. Sú tilfinning hefur verið höfð að leiðarljósi í listsköpun sveitarinnar, tónsmíðarnar illskilgreinanlegar og fastar á milli tveggja heima, martraðar og vöku, þungarokks og klassíkur.

​

Árið 2011 gaf Malneirophrenia út frumburðinn M - sem heyra má og kaupa í gegnum Bandcamp en einnig streyma á Spotify.

​

Um plötuna sagði Morgunblaðið að "Alfred Hitchcock hefði orðið hrifinn", Reykjavík Grapevine líkti lögunum við "óþýðan skarkala úr úlfaflokki vopnuðum keðjusögum" og Iceland Review sagði tónlistina "stútfulla af manískri melankólíu".

Malneirophrenia hefur alla tíð sótt innblástur til kvikmyndatónlistar og haldið ófáa kvikmyndatónleika í gegnum árin. Á Vimeo-síðu hljómsveitarinnar má finna atriði úr þöglum myndum pöruð við verk af plötunni M.

 

Dæmið hér til hliðar kemur úr The Unknown (1927) eftir Tod Browning, en Malneirophrenia spilaði undir því meistaraverki á kvikmyndatónleikum hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík haustið 2009.

​

Malneirophrenia spilar sjaldan á tónleikum og gengur enn með óútgefna tónlist í maganum. Fylgjast má með nánari fréttum á samfélagsmiðlum sveitarinnar.

Árið 2014 gaf Malneirophrenia út endurhljóðblandanir af eftir Futuregrapher, Lord Pusswhip, Buss 4 Trikk og Sigtrygg Berg Sigmarsson, undir titlinum M-Theory #1 og #2

Þær plötur má nálgast hér:

Kammerpönkið lifir!

bottom of page