top of page

Vatnið brennur

Raftónlistarkonan og ólíkindatólið Gríma er komin austur í Neskaupstað til að spila á Eistnaflugi, þótt hún eigi almennt litla samleið með málmhausum og láti flest sem viðkemur hátíðinni fara í taugarnar á sér. En ferðin reynist vendipunktur í lífi Grímu, því þar kemst hún í kynni við gamla, sænska þjóðlagaplötu sem tengist dularfullu og ógeðfelldu morðmáli snemma á áttunda áratugnum. Og fyrr en varir hefur ævaforn lagstúfur náð yfirnáttúrulegum tökum á tónlistarkonunni …

Vatnið brennur er spennandi heimspekileg hrollvekja um tónlist slær nýjan hljóm í íslenskar bókmenntir. Sögusviðið spannar Ísland samtímans jafnt sem Svíþjóð hippatímabilsins en auk þess er flakkað er vítt og breitt í tíma, frá fornöld til framtíðar, og samband  mannskepnunnar við tónlist skoðað frá óvæntum og oft myrkum
hliðum.


„Vatnið brennur er hans viðamesta og líka best skrifaða bók.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

„Framúrskarandi vel gert.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan

„Bókin er listilega vel smíðuð hrollvekja sem fléttar saman goðsagnaminnum og dulspeki við álagavald tónlistarinnar og leikur sér að mörkum veruleika og fantasíu, galdra og geðveiki, og heldur lesandanum í heljargreipum fram á síðustu blaðsíðu.“
Svanhvít Sif Th. Sigurðardóttir / bokmenntir.is

Vatnið kápa.png
slaturtid.jpg

Kvikmyndagerðarmaðurinn Ásbjörn Axel tekur að sér að hafa uppi á íslenskri baráttukonu fyrir réttindum dýra sem ekkert hefur spurst til síðan hún sat í fangelsi í Hollandi fyrir skemmdarverk. Leitin leiðir hann á vafasamar slóðir í litríkum félagsskap dýraréttindasinna í Evrópu og smám saman missir hann tökin bæði á verkefninu og sjálfum sér.

„Gunnari Theódóri hefur hér tekist að skrifa skemmtilega og í senn nístandi skáldsögu um áhugavert viðfangsefni sem er fengur fyrir þá sem láta sig velferð dýra, og manna, varða.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið


„…stórgóð saga af samlífi dýra og manna sem hreyfir við lesandanum og heldur honum við efnið allt til endaloka.“
Alexander Gunnar Kristjánsson / Morgunblaðið

Álfastúlkan Íma situr fangin ofan í gömlum hallarrústum þegar hvítur köttur birtist skyndilega og leiðir hana djúpt inn í iður fjallsins. Andreasi er rænt af álfunum en verra er þó að erkióvinur hans, prinsinn, hefur fundið Hulinseyju og hyggur á hefndir. Framtíð eyjunnar er því í höndum Ímu og Andreasar, sem þurfa að ljúka upp leyndardómum fjallsins og sameina íbúana gegn óvinunum.

„Furðufjall er afar vandaður þríleikur, og lokauppgjörið í Stjörnuljósi er algerlega í takt við fyrri bækurnar.“
María Bjarkadóttir / Bókmenntaborgin

Screenshot 2023-08-02 at 11.45.40 (1).png

Næturfrost er önnur bókin í æsispennandi  og ríkulega myndskreyttri ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Þetta bindi hefst á því að Andreas og föruneyti hans hafa numið land á Hulinseyju. Álfarnir taka vel á móti þeim þótt þeir haldi þó ákveðinni fjarlægð. Íma glímir við nornanámið og kemst á snoðir um hræðilegt leyndarmál sem falið er í fjallinu. En skuggahliðar eyjunnar koma þó fyrst í ljós þegar nóttin skellur á …

„Gunnari tekst vel að skapa framandi heim í þessari sögu eins og svo oft áður. Hann er óhræddur við að tengja saman tvo heima, heim mannfólksins og ævintýraheima. Hann ögrar ungum lesendum með hrollvekjandi lýsingum og dregur stundum ekkert undan. Bókin er skemmtilega myndlýst með myndum eftir Fífu Finnsdóttur.“
Rósa Harðardóttir / Morgunblaðið

Nornaseiður er fyrsta bókin í spennandi ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Sagan er ríkulega myndskreytt.

Íma er ósátt við lífið. Öll leiðinlegustu skyldustörfin á eyjunni lenda á henni á meðan systir hennar fær að nema galdur hjá nornunum! Andreas lærir járnsmíðar af pabba sínum á meginlandinu en dreymir um að verða riddari og vinna hetjudáðir. En örlögin hafa ætlað þeim báðum annað og brátt verða óvæntir og skelfilegir atburðir sem setja tilveru þeirra gjörsamlega í uppnám.

"Heilt yfir er hér um að ræða stórskemmtilegt og spennandi stykki og munu lesendur bókarinnar eflaust bíða í ofvæni eftir næstu bók seríunnar. Þess er óskandi að hún komi út sem allra fyrst.“
Ragnhildur Þrastardóttir / Morgunblaðið

Furdufjall1_Nornaseidur_72pt.jpg

Vár og vinir hennar hittast á furðusagnahátíð í útlöndum til að sjá átrúnaðargoðið sitt, Björn Kráksson, hinn dularfulla höfund bókaflokksins um Dísu. En Björn veldur þeim vonbrigðum og hverfur síðan sporlaust. Eftir það er engu líkara en að sögusvið bókaflokksins, með skrímslum sínum og furðum, sé byrjað að renna saman við raunveruleikann…


Drauma-Dísa er þriðja bók Gunnars Theodórs Eggertssonar um stelpuna sem eitt sinn var venjulegur unglingur í Reykjavík, gufaði svo upp eftir ævintýralegan bardaga í fjarlægu landi en lifir í gegnum bækur Björns, vinar síns úr fortíðinni. 

"Drauma-Dísa er súrrealískur endir á þríleiknum um Dísu og eins og fyrri bækurnar fullar af ótrúlegri hugmyndaauðgi Gunnars Theodórs."

Katrín Lilja / Lestrarklefinn

Þótt Dísa líti út fyrir að vera ósköp venjulegur menntaskólanemi er það fjarri sanni – hún er rammgöldrótt, hefur barist við skrímsli og sent öflugasta galdramann Íslandssögunnar aftur til fjarlægrar fortíðar. Núna notar hún galdramáttinn næstum bara til gamans en í gáleysi vekur hún ókunn öfl sem senda hana af stað í lífshættulegt ferðalag.

„Galdra-Dísa er flókin og úthugsuð, margir þræðir fléttast saman og mynda virkilega vel unna og spennandi sögu … hún er mjög grípandi og auðvelt að sökkva sér í lesturinn. Hér er á ferðinni alvöru fantasía sem vekur lesandann til umhugsunar og skilur mikið eftir sig.“
María Bjarkadóttir / Bókmenntir.is

„Gunnar Theodór hefur nánast takmarkalaust ímyndunarafl sem fer á flug í bókunum um Dísu.“
Ásgeir H. Ingólfsson / Stundin

GaldraDisa.jpg
DraugaDisa.jpg

Þegar allt fer í háaloft á milli Dísu og vinsældaklíkunnar í níunda bekk flýr hún upp í sveit með foreldrum sínum. Þrjú hundruð árum fyrr situr strákur í sama dal og bíður þess að ófreskja skríði úr eggi. Hvorugt þeirra veit að brátt munu þau hittast og setja af stað atburðarás sem slær við öllum skrímslasögum sem heimurinn hefur þekkt til þessa.

„Bókin er æsispennandi úrvinnsla á íslenskum þjóðsagnaarfi … Þá má hampa Gunnari sérlega fyrir hve vel honum gefst að skapa fyndnar og lifandi persónur … Drauga-Dísa er æsispennandi ævintýrasaga sem óhætt er að mæla með.“
Sólveig Ásta Sigurðardóttir / DV

„Dísa er góð söguhetja, hæfilega brothætt og breysk en hörkutól þegar á hólminn er komið … Framvindan er hröð og skemmtilega skipt á milli tímaskeiða … einkar fínn bræðingur af forneskju og nútíma, bráðspennandi saga og skemmtilega hryllileg.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið

Daginn sem Bergur vaknar skyndilega til lífsins skín gamalkunnug sólin hátt á lofti en allt annað er framandi. Veröldin er grá og líflaus og þar ráða steinskrípin ríkjum – hrikalegar ófreskjur með slímuga arma og flugbeittar klær. Bergur er þó ekki einn í heiminum.

 

Dularfull, skikkjuklædd stúlka fylgir honum hvert fótmál. Hún er fædd í þessari steingerðu veröld og hefur aldrei þekkt annað en ófreskjur og erfiðleika. Saman halda þau í háskaför með dýrmætan grip í bakpoka – mögulega einu von mannkynsins til að sigrast á skrípunum og endurheimta Jörðina.

„Stórskemmtileg, spennandi, frumleg og hrollvekjandi saga sem vekur upp siðferðislegar spurningar um tengsl mannsins við náttúruna.“

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir / Fréttablaðið

Hvernig getur hundur breyst í styttu? Það er eitthvað meira en lítið dularfullt. En þannig byrjar þessi saga.

Hringur, hundurinn hans Úlfs gamla, breyttist í styttu og um leið lét allt fullorðna fólkið í þorpinu okkar eins og hann hefði aldrei verið til. Og hann var ekki eina dýrið sem hvarf sporlaust og skildi eftir sig steingerða eftirmynd. Við urðum að komast til botns í þessu. Þess vegna fórum við Erla, Haukur og ég inn í Dimmahelli og lögðum upp í ævintýralegri leiðangur en nokkurt okkar hefði getað ímyndað sér.

Gunnar Theodór Eggertsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir þessa spennandi sögu sem hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Þetta er alveg eins og með villiféð á Vestfjörðum sem fékk ekki að lifa í friði. Ef ekki er hægt að skilgreina dýrið á réttan hátt, þá er ekkert pláss fyrir það. 

 

Hvergi nein grá svæði.

Staða gæludýrsins í borgarsamfélaginu hefur löngum verið óljós. Það lifir á gráu svæði á milli þess að vera villt dýr, húsdýr og fjölskyldumeðlimur. Öll umræða um gæludýr og reglugerðir tengdar þeim vill því verða bæði flókin og óskýr. Þetta rit er hugsað sem innlegg í þá umræðu.

„Þessi bók er hið ágætasta innlegg í umræðuna um ketti og menn … hugsjónabók.“

Kristín Heiða Kristinsdóttir / Morgunblaðið

Hægt er að nálgast bókina rafrænt hér.

Kottum_til_varnar.jpg

Hann segir okkur að hjónin borði aðeins ungbarnakjöt. Þess vegna luku þau ekki við hann. Smökkuðu á fótleggjunum en gáfu kettinum afganginn.

"Vetrarsaga" hlaut Gaddakylfuna fyrir bestu hrollvekju í smásagnasamkeppni Íslenska glæpafélagsins og Grand Rokk árið 2005. Börn í litlu þorpi hverfa og hingað til hefur engu þeirra verið skilað á lífi. Nokkrir foreldrar taka sig saman til að hafa uppi á ódæðisfólkinu sem stendur á bak við barnsránin og leita hefnda.

"Það er gaman að sjá að yngri kynslóðin tók vel við sér eins og sjá má af því að í þremur efstu sætunum eru tveir undir þrítugu. Sigurvegarinn [Gunnar Theodór Eggertsson], meistari hrollvekjunnar árið 2005, er aðeins 23 ára. Ný kynslóð, sem ekki hefur áður verið sýnileg, hefur beislað skáldafákinn."

Reynir Traustason / Mannlíf 

Hægt er að lesa söguna rafrænt hér.

Auðvitað vissi Katrín að hún mætti ekki fara til gömlu ísborgarinnar. Hún hafði heyrt sögur um kuldann og frostið og hræðileg slys sem höfðu átt sér stað á árum áður.

Ísland er frosið og landsmenn búa neðanjarðar, þar sem enn má finna hlýju. Katrín og Lúkas ganga í skóla neðanjarðar og lífið gengur sinn vanagang, þar til nýr nemandi kemur í bekkinn - alla leið frá stjörnunum.

 

Á svipstundu breytist allt. Hver er þessi dularfulla stúlka og hvað gerist úti á ísbreiðunni?

Fimbulvetur er léttlestrarbók fyrir unglinga, gefin út af Menntamálstofnun. Myndskreytingar eru eftir Erlu Maríu Árnadóttur.

Hægt er að lesa bókina rafrænt hér.

IMG_20200312_162641.jpg

Fimmtudaginn 2. apríl 2020 var smásagan Haugurinn eftir Gunnar Theodór Eggertsson frumflutt í tilefni af degi barnabókarinnar. Sagan var flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin gæti lagt við hlustir. 

Gunnar Theodór skrifaði söguna; „Haugurinn“ fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Gunnar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2008 fyrir fyrstu barnabók sína, Steindýrin, og var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2015 fyrir Drauga-Dísu. 

Hér er hægt að sækja söguna á pdf formi: Haugurinn – Gunnar Theodór.

Hann mátti ekki vera hræddur. Skrímslin voru bara í ævintýraleiknum, ekki raunveruleg.

Nema auðvitað hrekkjusvínin.

Hetjurnar þrjár er sjötta bókin í flokknum Sestu og lestu frá Menntamálastofnun. Efnið er ætlað börnum á yngsta- og miðstigi grunnskóla.

Sagan fjallar um krakka sem leika sér í hlutverkaleik en lenda óvænt í alvöru ævintýri þar sem hrekkjusvín og þjófar koma við sögu.

Hægt er að lesa bókina rafrænt hér.

myndasaga1.jpg

Augun glóðu eins og sprittkerti, nefið var lítið eins og sveppur og munnurinn minnti helst á pínulitla bréfalúgu.

 

Vélmar heiti ég, svaraði vélmaðurinn.

Vélmennið í grasinu er fimmta bókin í flokknum Sestu og lestu sem gefinn er út af Menntamálastofnun. Efnið er ætlað börnum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. 

Sagan segir frá Þóru sem fer í sumarfrí til pabba síns austur á Seyðisfjörð þar sem hún rambar á leyndarmálið grafið ofan í jörðinni.

Hægt er að lesa bókina rafrænt hér.

bottom of page