Köttum til varnar kom út hjá JPV (Forlaginu) árið 2010 og var seld til styrktar Kattholti. Bókin er löngu uppseld, en í ljósi þess að málefni katta eru enn til umræðu á Íslandi ákvað ég að gera hana aðgengilega hér á vefsíðu minni. Nánari upplýsingar um tilurð verksins má finna í inngangsorðum.
Upprunalegur káputexti:
Staða gæludýrsins í borgarsamfélaginu hefur löngum verið óljós. Það lifir á gráu svæði á milli þess að vera villt dýr, húsdýr og fjölskyldumeðlimur. Öll umræða um gæludýr og reglugerðir tengdar þeim vill því verða bæði flókin og óskýr. Þetta rit er hugsað sem innlegg í þá umræðu.
Meginuppistaða bókarinnar Köttum til varnar er smásaga í samræðuformi eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Þar að auki eru birtar fimm stuttar ritsmíðar um íslenska ketti eftir Haruki Murakami, Jónas Jónasson, Pál Halldórsson og Þorstein Erlingsson.
Allur ágóði rennur óskiptur til Kattholts.
„Þessi bók er hið ágætasta innlegg í umræðuna um ketti og menn ... hugsjónabók.“
Kristín Heiða Kristinsdóttir / Morgunblaðið
Ljósmynd á kápu: Eggert Þór Bernharðsson