top of page
Kottum_til_varnar.jpg

Köttum til varnar kom út hjá JPV (Forlaginu) árið 2010 og var seld til styrktar Kattholti. Bókin er löngu uppseld, en í ljósi þess að málefni katta eru enn til umræðu á Íslandi ákvað ég að gera hana aðgengilega hér á vefsíðu minni. Nánari upplýsingar um tilurð verksins má finna í inngangsorðum.

​

Upprunalegur káputexti: 

​

Staða gæludýrsins í borgarsamfélaginu hefur löngum verið óljós. Það lifir á gráu svæði á milli þess að vera villt dýr, húsdýr og fjölskyldumeðlimur. Öll umræða um gæludýr og reglugerðir tengdar þeim vill því verða bæði flókin og óskýr. Þetta rit er hugsað sem innlegg í þá umræðu.

​

Meginuppistaða bókarinnar Köttum til varnar er smásaga í samræðuformi eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Þar að auki eru birtar fimm stuttar ritsmíðar um íslenska ketti eftir Haruki Murakami, Jónas Jónasson, Pál Halldórsson og Þorstein Erlingsson.

​

Allur ágóði rennur óskiptur til Kattholts.

​

„Þessi bók er hið ágætasta innlegg í umræðuna um ketti og menn ... hugsjónabók.“

Kristín Heiða Kristinsdóttir / Morgunblaðið

​

Ljósmynd á kápu: Eggert Þór Bernharðsson

​

Köttum til varnar – Forlagið bókabúð (forlagid.is)

bottom of page