Heim
Skáldskapur
Fræði
Pistlar
Tónlist
Ferilskrá
More...
Rithöfundur og dýravinur
Fiðlan liggur eins og morðvopn á gólfinu. Stúlkan lokar augunum og hlustar á blóðið spýtast,
telur slögin taktfast.
Ég sá ólgandi hringiðu innan í kúlunni. Hún var stútfull af krafti og ég hugsaði með mér að þótt hún væri varla mikið stærri en höfuðið á mér,
leyndist þar heil veröld í felum.
Ég gekk löturhægt að opinu og leit inn fyrir. Myrkrið var á iði. lifandi skuggar, skríðandi hver um annan þveran eins og skordýr í sandgryfju.
Myrkrið var hætt að hvísla og byrjað að hvæsa.
Við sigldum stundunum saman í gegnum himinbjarta þoku, þangað til hún birtist okkur skyndilega, hlýleg, grösug og blómstrandi;
heitur reitur á
ísilögðu hafinu.
Mörg dýranna virtust vera komin til ára sinna og það stakk Ásbjörn hversu sjaldan hann hafði séð gömul húsdýr.
Ekki oft sem neysluvörur fengu að eldast í friði.
Innst inni vissi Vár að eitthvað mun verra en Dermítar eða Vitringar
var í vændum.
Eitthvað sem þau höfðu ekki lesið um í bókunum.
Furðuveran dró á eftir sér mjóan hala og Dísa sá ekki betur en að brotnir eða rifnir vængir héngju aftan úr bakinu.
Með hverju skrefi tók musterið að titra.
Vörðurinn stóð eins og hann hafði alltaf staðið, grafkyrr með hendurnar til himins.
Hún hristi höfuðið og hló að sjálfri sér fyrir að trúa að tré gæti lifnað við.
Veran skreið á tveimur stórum fótum sem minntu helst á krabbaklær.
Húðin var silfurgrá og það glitraði á hana í sólarljósinu.
Við áttum erfitt með að horfa á steinana af ótta við að þeir myndu lifna við á hverri stundu -
eins og dýrin væru enn lifandi innan í steininum.
Þetta er alveg eins og með villiféð á Vestfjörðum sem fékk ekki að lifa í friði.
Ef ekki er hægt að skilgreina dýrið á réttan hátt, þá er ekkert pláss fyrir það.
Hvergi nein grá svæði.
Pétur horfði á skartið sem hékk utan um moldugan hálsinn. Nú fór ekki á milli mála að innan í blóminu leyndist mannsandlit.
Þarna sáust opin augu og æpandi munnur sem kallaði á hvern þann sem stóð handan hurðarinnar.
Auðvitað vissi Katrín að hún mætti ekki fara til gömlu ísborgarinnar.
Hún hafði heyrt sögur um kuldann og frostið og hræðileg slys sem höfðu átt sér stað á árum áður.
Hann mátti ekki vera hræddur. Skrímslin voru bara í ævintýraleiknum, ekki raunveruleg.
Nema auðvitað hrekkjusvínin.
Augun glóðu eins og sprittkerti, nefið var lítið eins og sveppur og munnurinn minnti helst á pínulitla bréfalúgu.
Vélmar heiti ég, svaraði vélmaðurinn.
Hann segir okkur að hjónin borði aðeins ungbarnakjöt. Þess vegna luku þau ekki við hann.
Smökkuðu á fótleggjunum en gáfu kettinum afganginn.